Ingvar Sigurgeirsson
Súsanna Margrét Gestsdóttir
Svava Pétursdóttir

Ingvar (ingvars(hja)hi.is) er fv. prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.  Hann lauk kennaraprófi 1970 frá Kennaraskóla Íslands, meistaragráðu frá Sussex-háskóla 1986 og doktorsprófi frá sama skóla 1992. Ingvar starfar nú sem skólaráðgjafi við skóla, sveitarfélög og stofnanir, m.a. um stefnumótun, skólaumbótaverkefni, símenntun, námskrárgerð og ráðningarmál. Á síðustu árum hefur hann verið ráðgefandi um innleiðingu teymiskennslu í mörgum skólum. 

Súsanna (susmar(hja)hi.is) er dósent við Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún er sagnfræðingur og kennari að mennt og hefur starfað við sögukennslu, kennaramenntun og sem stjórnandi í framhaldsskóla. Súsanna Margrét hefur verið virkur þátttakandi í alþjóðlegu starfi þeirra sem standa að sögukennslu og menntun sögukennara og hún lauk doktorsnámi á því sviði við Háskólann í Amsterdam. Í starfi sínu leggur hún áherslu á tengsl háskólans við starfsvettvang kennara.

Svava (svavap(hja)hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1989 og doktorsnámi frá University of Leeds 2012. Doktorsritgerð hennar bar titilinn Using information and communication technology in lower secondary science teaching in Iceland. Hún kenndi í 15 ár yngri bekkjum auk náttúrufræði og stærðfræði á unglingastigi. Rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingatækni í skólastarfi, starfssamfélaga kennara og náttúrufræðimenntunar.