Hugar- eða hugtakakort

Minnt er á að auðvelt er að finna leiðbeiningar um gerð hugar- eða hugtakakorta á netinu með því að leita með orðunum graphic organizers, mind maps, concept maps eða knowledge maps.

Padlet-veggir, sjá https://padlet.com/

Jóna Benediktsdóttir. (2017).Nemendaþing – leið til að efla lýðræði í skólastarfi. Skólaþræðir: Tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun.


Margar greinar um umræðu- og spurnaraðferðir hafa birst í Skólaþráðum, sjá hér:

Facing History & Ourselves er vefsvæði ætlað sérstaklega sögu- og samfélagsfræðikennurum. Þar er að finna, þegar þetta er ritað, greinargóðar lýsingar á tæplega 90 kennsluaðferðum sem flestar eru umræðu- og spurnaraðferðir. Flestar aðferðirnar henta í mörgum námsgreinum, ekki aðeins sögu og samfélagsgreinum, sem og við þverfagleg viðfangsefni.

Sjá á þessari slóð: https://www.facinghistory.org/how-it-works/teaching-resources/teaching-strategies

Ítarefni

Í Listinni að spyrja er leiðbeint um umræðu- og spurnaraðferðir. Bókinni er ætlað að nýtast kennurum á öllum skólastigum.

Bent er á bók Jóns Thoroddsen, Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalistÍ bókinni segir Jón frá tilraunum sínum til að efna til samræðna við nemendur um heimspekileg efni, en hann hefur verið að fást við þetta þróunarstarf í rúm tuttugu ár. Á þessari slóð er að finna viðtal við Jón um bókina í veftímaritinu Skólaþráðum: http://skolathraedir.is/2016/12/06/nemendur-thurfa-ad-finna-ad-thau-seu-tekin-alvarlega-sem-vitsmunaverur/

Góð grein um samræður í skólastofu: Wasserman, S. (2010). Effective classroom discussionsEducational Leadership, 67(5). 

Móðir allra umræðu- og spurnaraðferða er þankahríðin eða hugarflugið (e. brainstorming). Þessi aðferð hentar m.a. mjög vel þegar byrjað er á nýju viðfangsefni og í hvers konar hugmyndavinnu. Aðferðin hefur gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi. Nefna má hugstorm, hugstormun, þankaregn og hugarflugsfund. Mikið efni er til um þessa aðferð á Netinu.

Meira um stjórnun umræðna og spurningaaðferðir: