Minnt er á að auðvelt er að finna leiðbeiningar um gerð hugar- eða hugtakakorta á netinu með því að leita með orðunum graphic organizers, mind maps, concept maps eða knowledge maps.
Padlet-veggir, sjá https://padlet.com/
Jóna Benediktsdóttir. (2017).Nemendaþing – leið til að efla lýðræði í skólastarfi. Skólaþræðir: Tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun.
Margar greinar um umræðu- og spurnaraðferðir hafa birst í Skólaþráðum, sjá hér:
- Ármann Halldórsson: Að vera meira við sjálf
- Hafþór Guðjónsson: SAMræður í skólastarfi
- Sigurborg Kr. Hannesdóttir: Samræða þar sem allir hafa jafna möguleika
Facing History & Ourselves er vefsvæði ætlað sérstaklega sögu- og samfélagsfræðikennurum. Þar er að finna, þegar þetta er ritað, greinargóðar lýsingar á tæplega 90 kennsluaðferðum sem flestar eru umræðu- og spurnaraðferðir. Flestar aðferðirnar henta í mörgum námsgreinum, ekki aðeins sögu og samfélagsgreinum, sem og við þverfagleg viðfangsefni.
Sjá á þessari slóð: https://www.facinghistory.org/how-it-works/teaching-resources/teaching-strategies
Ítarefni
Í Listinni að spyrja er leiðbeint um umræðu- og spurnaraðferðir. Bókinni er ætlað að nýtast kennurum á öllum skólastigum.
Bent er á bók Jóns Thoroddsen, Gagnrýni og gaman: Samræður og spurningalist. Í bókinni segir Jón frá tilraunum sínum til að efna til samræðna við nemendur um heimspekileg efni, en hann hefur verið að fást við þetta þróunarstarf í rúm tuttugu ár. Á þessari slóð er að finna viðtal við Jón um bókina í veftímaritinu Skólaþráðum: http://skolathraedir.is/2016/12/06/nemendur-thurfa-ad-finna-ad-thau-seu-tekin-alvarlega-sem-vitsmunaverur/
Góð grein um samræður í skólastofu: Wasserman, S. (2010). Effective classroom discussions. Educational Leadership, 67(5).
Móðir allra umræðu- og spurnaraðferða er þankahríðin eða hugarflugið (e. brainstorming). Þessi aðferð hentar m.a. mjög vel þegar byrjað er á nýju viðfangsefni og í hvers konar hugmyndavinnu. Aðferðin hefur gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi. Nefna má hugstorm, hugstormun, þankaregn og hugarflugsfund. Mikið efni er til um þessa aðferð á Netinu.
- Scott Berkun: How to run a brainstorming meeting?
Meira um stjórnun umræðna og spurningaaðferðir:
- Góð grein um hvernig kennarar geta beitt þögn í umræðu til að ná meiri árangri: Stahl, Robert J. 1994. Using “Think-Time” and “Wait-Time” Skillfully in the Classroom. ERIC Digest.
-
Námsefnið Samvera er námsefni sem byggist á samræðum og er ætlað til að efla samskiptahæfni barna, tilfinningaþroska þeirra og réttlætiskennd. Efnið samanstendur af fjórum nemendaheftum, kennsluleiðbeiningum og foreldrahandbók. Rafræna útgáfu efnisins er að finna hér. Höfundar eru þær Sigrún Aðalbjarnardóttir og Árný Elíasdóttir.
-
Sigrún hefur fjallað um hugmyndafræðina, rannsóknirnar og aðferðirnar sem þetta efni byggist á í grein í Skólaþráðum, sem hún nefnir Ræktun mennskunannar: Hvernig eflum við samskiptahæfni, sjá hér: https://skolathraedir.is/2021/01/07/raektun-mennskunnar-hvernig-eflum-vid-samskiptahaefni/
- Sjöfn Guðmundsdóttir, kennari við Menntaskólann við Sund, hefur skrifað grein í veftímaritið Netlu um umræður sem kennsluaðferð og um mat á þeim. Greinin heitir Fínt að „chilla“ bara svona og er að finna á þessari slóð: vefsafn.is/is/20201017173851/https:/netla.hi.is/greinar/2009/009/index.htm