Þrautalausnaforrit
Flóttaleikir

Upphafsmaður að innleiðingu flóttaleikja í skólastarfi hér á landi er Ingvi Hrannar Ómarsson, en hann heldur, ásamt þeim Nönnu Maríu Elfarsdóttur og Hildi Örnu Håkansson, úti vefsíðunni BREAKOUT EDU ÍSLAND.

Á Facebook er hópur kennara og annars áhugafólks um flóttaleiki, sjá hér: https://www.facebook.com/groups/breakoutisland

Hermileikir

Á netinu er að finna fjölmarga rafræna hermileiki. Hér eru nokkur dæmi:

Góð grein um kosti og galla hermileikja:

Almaki, S. H., Gunda, M. A., Idris, K., Hashim, A. T. M. og Ali, S. R. (2023). A systematic review of the use of simulation games in K-12 education. Interactive Learning Environments, 1-25. https://doi.org/10.1080/10494820.2023.2205894

 

Alþingi býður nemendum á Skólaþing en þar býðst nemendum að setja sig í spor alþingismanna og flytja mál í heimsókn sem tekur um tvær og hálfa klukkustund. Sjá um þingið á þessari slóð: https://www.skolathing.is/

Góða lýsingu á snillismiðjum er að finna grein Svanborgar R. Jónsdóttur o.fl. (2013), en þau nota orðið sköpunar- og tæknismiðjur um þessi námsrými, sjá á þessari slóð:

https://doi.org/10.24270/netla.2021.9 

Meira um snillismiður og nýsköpun

Hópur kennara, kennsluráðgjafa og skólaráðgjafa réðst árið 2017 í þróunarverkefni um nám og kennslu í nýsköpun og var einn afrakstur verkefnisins vefurinn Snillismiðjur, en þar er að finna leiðbeiningar og fjölbreytt verkefni, sjá á þessari slóð:

https://sites.google.com/rvkskolar.is/snillismidjur

Þrír skólar í Reykjavík hafa í nokkur ár unnið að sameiginlegu skólaþróunarverkefni á sviði nýsköpunar og halda úti vefsíðu um verkefnið, sjá á þessari slóð:

https://sites.google.com/rvkskolar.is/austurvestur/heim

Þarna er einnig einnig að finna fjölbreytt verkefnasafn.

Á vef Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu er að finna kennsluleiðbeiningar og námsefni í nýsköpun, sjá t.d.

Guðrún Gyða Franklín. (2023). Út fyrir boxið. Hönnunarhugsun og 21. aldar færni. Handbók og verkfærakista fyrir kennara í grunn- og framhaldsskólum. Menntamálastofnun.

Á hverju ári er efnt til nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Á vefsíðu keppninnar er að finna ábendingar um náms- og stuðningsefni. Sjá á þessari slóð: https://nkg.is/