Minnisþjálfun 

Á netinu er mikið efni að finna um minnisþjálfun. Nota má þessi leitarorð á ensku: „memory training“ eða „memory enhancement techniques.“

PALS lestraraðferðin

PALS (Peer-Assisted Learning Strategies) er kennsluaðferð sem byggist á samvinnu nemenda (félagakennslu). Aðferðin hefur verið innleidd í mörgum skólum hér á landi, einkum í tengslum við lestrarkennslu, en einnig í stærðfræði.

PALS var innleitt á Íslandi af SÍSL (Sérfræðingateymi í samfélagi sem lærir), sjá um aðferðina á heimasíðu þess: https://www.sislvefur.is/pals-lestur

Greinar í Netlu

PALS kennsluaðferðirnar hafa einnig verið innleiddar með árangursríkum hætti í nokkra leikskóla hér á landi:

Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Helga Guðjónsdóttir. (2015). Pör að læra saman í leikskóla: Reynsla starfsfólks af K-PALS. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. http://netla.hi.is/greinar/2015/ryn/005.pdf

Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir. (2016). Samvinna um læsi í leikskóla: Áhrif K_PALS á hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu, hljóðafimi og umskráningarfærni leikskólabarna. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2016 – Um læsi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. http://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/05_16_laesi.pdf

Lesið spurt og spjallað

 Í bókinni er lýst aðferð sem um margt minnir á aðferðina ,,Lesið spurt og spjallað“ sem fjallað er um á bls. 93

Ulefors, G., Lövbrand, C., Heiða Rafnsdóttir, Davíð Hörgdal Stefánsson, Sigríður Wöhler, & Menntamálastofnun útgefandi. (2020). Leiðarvísir um upplestur, læsi og lestraraðferðir. Menntamálastofnun. https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/lesid_upphatt_arfurinn/ 

Rafrænir spurningaleikir

Fjöldi rafrænna spurningaleikja er að finna á netinu, t.d. þessa:

Verslanir sem bjóða úrval af spilum:

Spilavinir: www.spilavinir.is
Nexus: https://nexus.is/

Nokkur dæmi um kennsluforrit og vefi til þjálfunar: